
Nýr dagur í Eyjafirði
Íslensk stuttmynd, byggð á samnefndu ljóði eftir Halldór Laxness Halldórsson, um Aron, sem er á fimmtugsaldri, og hvernig hann tekst á við erfiða lífsreynslu með því að máta sig við staðalímyndir og karlmannlegar klisjur. Myndin hlaut Edduverðlaun árið 2019 sem besta stuttmynd ársins. Leikstjóri: Magnús Leifsson. Meðal leikara eru Sveinn Ólafur Gunnarsson, Maríanna Clara Lúthersdóttir, Steinþór Hróar Steinþórsson, Kjartan Bjargmundsson og Dóra Jóhannsdóttir.