
Flóttinn yfir landamærin
Flukten over grensen
Norsk fjölskyldumynd frá 2020. Í desember 1942 finna ungu systkinin Gerða og Ottó tvö börn af gyðingaættum í felum í kjallaranum heima hjá sér. Þau ákveða að reyna að bjarga þeim frá nasistum og við tekur háskaleg för í átt að landamærum Svíþjóðar. Leikstjóri: Johanne Helgeland. Aðalhlutverk: Anna Sofie Skarholt, Bo Lindquist-Ellingsen, Samson Steine og Bianca Ghilardi-Hellsten.