
Finnast fleiri eins og ég?
Is There Anybody Out There?
Heimildarmynd eftir Ellu Glendining sem fæddist án mjaðmaliða og með stutta lærleggi. Vegna þess hversu sjaldgæf fötlun hennar er hefur hún aldrei hitt neinn annan með sömu greiningu. Hún ákveður að hefja leit að fleirum og skoðar í leiðinni hvað þarf til að elska líkama sinn eins og hann er.