
Einstakt ferðalag
Íslensk heimildarmynd um Ægi Þór, 9 ára dreng frá Höfn í Hornafirði sem er með sjaldgæfan vöðvasjúkdóm, Duchenne muscular dystrophy, sem skerðir hreyfigetu hans. Í myndinni ferðast Ægir Þór um Ísland og hittir önnur börn með sjaldgæfa sjúkdóma. Þau deila sögum sínum, áskorunum og vonum og mynda einstakt tengslanet. Leikstjóri: Ágústa Fanney Snorradóttir. Framleiðsla: Mission.