
Ártún
Margverðlaunuð stuttmynd í leikstjórn Guðmundar Arnar Guðmundssonar sem segir frá ungum dreng sem langar að upplifa sinn fyrsta koss en ekkert gengur í litla þorpinu þar sem hann býr. Hann heldur því til borgarinnar ásamt tveimur bestu vinum sínum í leit að frekari ævintýrum. Aðalhlutverk: Flóki Haraldsson, Viktor Leó Gíslason, Daníel Óskar Jóhannesson, Jónína Þórdís Karlsdóttir og Heiða Ósk Ólafsdóttir.