Hinn nýbakaði faðir, Andri Freyr Viðarsson, og bæjarstjórafrúin á Húsavík, Guðrún Dís Emilsdóttir, mæta til leiks sjötta veturinn í röð. Þrátt fyrir fjarbúð hefur samband þeirra skötuhjúa aldrei verið betra enda gerir fjarlægðin fjöllin blá og langt til Húsavíkur. Þau hafa fyrir löngu röflað sig inn í hjörtu landsmanna ásamt Sólmundi Hólm Sólmundarsyni sem er manna bestur í að vera hress.