Á Flateyri við Önundarfjörð hefur byggst upp þorp í kringum útgerð og fiskverkun en nú hallar undan fæti. Lögin um aflamarkið hafa reynst þorpinu afdrifarík. Mikill hluti þorpsbúa er pólskt verkafólk sem hefur sótt þangað í atvinnuskyni, en ungir Íslendingar flytja burt í leit að menntun og einhverju öðru viðurværi en fiskvinnu. Fylgst er með nokkrum þorpsbúum við störf og rætt við þá um lífskilyrði þeirra og þorpsins.