Útvarpsleikhúsið er á dagskrá alla sunnudaga. Leikhúsið er margverðlaunað heima og heiman og er talið meðal þeirra bestu í heiminum í dag. Átta splunkuný íslensk leikrit verða frumflutt í vetur úr ólgandi iðu íslensks samfélags eftir höfunda á öllum aldri fyrir fólk á öllum aldri. Ný barna- og fjölskylduleikrit verða nú bæði um jól og páska. Spennuleikrit. Átök og ástir. Leyndarmál og lygar. Perlur úr safni, nýleg leikrit og dramatískir þættir. Láttu aftur augun svo þú sjáir betur! Frumflutt leikrit í Útvarpsleikhúsinu veturinn 2015 til 2016 eru eftirfarandi:
SEK
eftir Hrafnhildi Hagalín
Leikstjóri: Marta Nordal
Tónlist: Margrét Kristín Blöndal
september
FYLGNSIÐ
eftir Hávar Sigurjónsson
Leikstjóri: Hilmar Jónsson
Tónlist: Einar Sigurðsson
október
SVEFNGRÍMUR
eftir Höllu Þórlaugu Óskarsdóttur
Leikstjóri: Guðjón Pedersen
nóvember
HAFIÐ HEFUR ÞÚSUND ANDLIT
sakamálaleikrit í fjórum hlutum
eftir Pálma Frey Hauksson, Magnús Dag Sævarsson og Loga Höskuldsson
Tónlist: Logi Höskuldsson og Tumi Árnason
nóvember – desember
LEIFUR ÓHEPPNI
fjölskylduleikrit í sex hlutum
eftir Maríu Reyndal og Ragnheiði G. Guðmundsdóttur
Leikstjóri: María Reyndal
jólin
SÍÐUSTU DAGAR KJARVALS
eftir Mikael Torfason
Leikstjóri: Una Þorleifsdóttir
janúar/febrúar
FJÖLSKYLDULEIKRIT Í FJÓRUM HLUTUM
páskar
VIÐ HÖFUM NÆGAN TÍMA
eftir Margréti Örnólfsdóttur
apríl
Ef til vill hefurðu einnig áhuga á: