ÞEIR SEM ÞORA

Heimildarmynd um sjálfstæðisbaráttu Eystrasaltsríkjanna, Eistlands, Lettlands og Litáens sem fékk byr undir báða vængi eftir að Mikhaíl Gorbatsjev komst til valda 1985. Stórþjóðirnar héldu að sér höndum, en tvær smáþjóðir, Ísland og Danmörk, studdu Eystrasaltsríkin, ekki síst vegna persónulegrar framgöngu tveggja litríkra stjórnmálamanna, Jóns Baldvins Hannibalssonar og Uffe Ellemans Jensen.

Leikstjóri: Ólafur Rögnvaldsson