Stormot

STÓRMÓT

Fylgstu með þeim í sjónvarpinu, útvarpinu og á vefnum


EM í körfubolta karla
Það eru tímamót í íslenskri íþróttasögu í september þegar íslenskt karlalandslið í körfubolta tekur í fyrsta sinn þátt í stórmóti. EM í körfubolta fer fram í Berlín í Þýskalandi dagana 5.-20. september og mun RÚV sýna beint frá öllum mikilvægustu leikjunum þar með talið öllum leikjum íslenska landsliðsins.

Undankeppni EM karla í knattspyrnu
Íslenska karlalandsliðið í fótbolta hefur staðið sig glæsilega að undanförnu og hefur nú tryggt sér sæti Evrópumótinu í Frakklandi 2016. Íslenska landsliðið sigraði Holland og gerði jafntefli við Kasakstan og báðir leikirnir voru sýndir í beinni útsendingu á RÚV. Tveir leikir eru eftir í undankeppninni, Ísland tekur á móti Lettlandi laugardaginn 10. október og á móti tyrkneska landsliðinu, í Tyrklandi, þriðjudaginn 13. október. Báðir leikirnir verða sýndir beint á RÚV.

Norðurlandamótið í hópfimleikum
Íslenskt afreksfólk í fimleikum hefur verið sigursælt undanfarin ár. Nú er komið að Norðurlandamótinu í hópfimleikum sem haldið verður á Íslandi 13. nóvember og verður í beinni útsendingu á RUV.

HM í handbolta kvenna
Heimsmeistarakeppni kvenna í handbolta fer fram í Danmörku 5.-20. desember. Allar sterkustu handboltaþjóðir heims verða meðal þáttakenda.

Úrslitakeppni EM í handbolta karla
Strákarnir okkar í handboltalandsliðinu verða í eldlínunni á Evrópumótinu í Póllandi. >Ísland er í B-riðli með Króatíu, Hvíta-Rússlandi og Noregi.  EM í Pólland fer fram 15.-31. janúar 2016.

Reykjavíkurleikarnir
Það verður líf og fjör dagana 21. – 31. janúar þegar Alþjóðlegu Reykjavíkurleikarnir fara fram. Íþróttabandalag Reykjavíkur, í samstarfi við sérsambönd ÍSÍ og íþróttafélögin í Reykjavík, standa að leikunum. Keppt verður í 22 íþróttagreinum á leikunum í ár.

HM í frjálsum íþróttum innanhúss
HM í frjálsum íþróttum innanhús fer fram 17.-20. mars í Portland í Bandaríkjunum. RÚV verður með beinar útsendingar alla keppnisdagana.

Íslandsmótið í golfi
Bein útsending frá Íslandsmótinu í golfi sem fram fer á Jaðarsvelli á Akureyri í júlí. Allir bestu kylfingar landsins taka þátt.

Íslandsmótið í hestaíþróttum
Bein útsending frá Íslandsmótinu í hestaíþróttum eins og fyrri ár.

Ólympíuleikarnir í Ríó
Stærsti íþróttaviðburður heims í beinni útsendingu á RÚV 5.-21. ágúst. Keppt verður í 28 keppnisgreinum í Ríó de Janeiro í Brasiliu.