STÓRA SVIÐIÐ

Sjónvarpsþættir um fjóra leikara í aðalhlutverkum

Áhorfendur fá einstaka innsýn í töfraheim leikhússins og fylgist með því flókna sköpunarferli sem á sér stað hjá leikurum frá því að þeir fá handritið í hendur og fram yfir frumsýningu. Við erum fluga á vegg að tjaldabaki og sjáum leikhúslífið úr annarri átt en við erum vön. Áhorfendur kynnast ótal leikhúslistamönnum en aðaláherslan verður á fjóra leikara sem eru að glíma við krefjandi hlutverk í uppsetningum leikhúsanna í vetur. Þetta er önnur þáttaröðin þar sem RÚV beinir sjónum að sköpunarferli listamanna en í fyrra opnuðu Víkingur Heiðar og Halla Oddný töfraheim tónlistarinnar fyrir okkur. Á næsta ári verður sjónum beint að myndlistinni. Tjöldin í leikhúsunum verða dregin frá í byrjun janúar.

JANÚAR

Umsjón: Þorsteinn J. Vilhjálmsson