Sígildar kvikmyndir verða í vetur sýndar í endurbættri útgáfu. Það er liður í því að kynna nýjum kynslóðum sígilda íslenska kvikmyndagerð. Hrafninn flýgur, mynd Hrafns Gunnlaugssonar, sem síðast var sýnd í sjónvarpi fyrir 20 árum, verður í fyrsta sinn sýnd í nýrri, endurbættri útgáfu. Með allt á hreinu hefur loksins verið endurbætt og verður sýnd í vetur sem og Gullsandur, sem hefur ekki komið fyrir sjónir almennings síðan hún var frumsýnd í bíó 1984.
Ef til vill hefurðu einnig áhuga á: