Nýir og skemmtilegir þættir fyrir forvitna krakka og aðra í fjölskyldunni. Það verður farið um víðan völl í vetur og meðal annars fjallað um hvernig uppfinningar á borð við netið, síma, peninga og teiknimyndir setja svip sinn á líf manna. Saga skjaldarmerkisins og víkinganna verður sögð og farið í saumana á mannréttindum og lýðræði.