Böddi Steingríms snýr aftur heim á Sauðárkrók eftir tíu ára námsdvöl í Þýskalandi og fer að kenna við fjölbrautaskólann. En Krókurinn reynist of lítill fyrir svo stór- og hagyrtan mann. Kvikmyndin er byggð á samnefndu skáldverki Hallgríms Helgasonar sem var tilnefnt til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2007. Rokland er saga um einmana uppreisnarmann sem er of gáfaður fyrir Krókinn, of reiður fyrir Reykjavík og of hreinskilinn fyrir Ísland.
Leikstjórn og handrit: Marteinn Þórsson.
Sjá stiklu