Einstök heimildarþáttaröð í tíu hlutum þar sem farið yfir sögu og þróun rokk- og popptónlistar á Íslandi. Í þáttunum hittum við söngvara, lagahöfunda, upptökustjóra og aðra sem hafa sett svip sinn á blómlegt tónlistarlíf Íslendinga í gegnum tíðina. Rokkið, Bítlarnir og hipparnir, diskóið, proggið og pönkið, Stuðmenn og Mezzoforte, heimsfrægðin og harmleikarnir, Sykurmolarnir og Björk, Sigurrós og krúttin, Of Monsters and Men og margt, margt fleira. Hver er galdurinn á bakvið þessa velgengni og hvert stefnum við nú? Verkið er úr smiðju Markels-bræðra í samvinnu við Dr. Gunna