Óperan Ragnheiður er sannkölluð ástar- og örlagasaga sem snerti djúpan streng í brjósti þjóðarinnar er hún var sett upp í Íslensku óperunni á liðnu ári. Verkið er fyrsta ópera hins ástsæla tónlistarmanns Gunnars Þórarðssonar. Yfir eitt hundrað listamenn tóku þátt í uppfærslunni sem skartar mörgum af okkar fremstu söngvurum í aðalhlutverkum. Þóra Einarsdóttir syngur titilhlutverkið, Elmar Gilbertsson er Daði Halldórsson og Viðar Gunnarsson syngur hlutverk Brynjólfs biskups.
Söguþráður óperunnar