Næstum því einn af hverjum tíu íbúum Íslands er af erlendum uppruna. Sumir komu hingað af því að þá langaði til þess, aðrir áttu fáa aðra kosti. Einhverjir ætluðu bara rétt aðeins að staldra við en ílentust óvart á lítilli eyju í norðri. Við fáum að kynnast fólki úr þeirra röðum; þessum svokölluðu innflytjendum, útlendingum – eða hreinlega bara Íslendingum, í skemmtilegum og fróðlegum sjónvarpsþáttum.