ÖLDIN HENNAR

Vikulegir stuttir þættir í tilefni af 100 ára afmæli kosningaréttar kvenna á Íslandi

RÚV heldur áfram að sýna vikulega stutta þætti í tilefni af 100 ára afmæli kosningaréttar kvenna á Íslandi. Þættirnir, sem eru 52 talsins, fjalla um stefnumarkandi atburði sem tengjast sögu íslenskra kvenna og baráttu þeirra fyrir samfélagslegu jafnrétti og varpa ljósi á kvennapólitík í sínum víðasta skilningi.

ALLA SUNNUDAGA

Leikstjóri: Hrafnhildur Gunnarsdóttir