Sveitadrengurinn Tómas R. Einarsson heillaðist snemma af rytmískri tónlist, en hélt ekki að hægt væri að hafa atvinnu af neinu svo skemmtilegu. Á þrítugsaldrinum tók ástríðan völdin og Tóms hellti sér út í kontrabassanám og jazz. Þaðan lá leiðin á vit seiðandi danstaktanna frá Havana. Nú snýr Tómas aftur heim í svalgræna sveitina sína í Dölunum eftir áratuga ferðalag, með sjóðheita veislu í farangrinum.