Landinn er einstakur í sinni röð því að efnið í hann kemur alls staðar að af landinu. Farið er um landið þvert og endilangt og áhorfendum færðar fréttir og fróðleikur um allt milli himins og jarðar – nýsköpun, byggðamál, umhverfismál, menningu og listir, mannlíf og sögur. Þátturinn á mikilli velgengni að fagna. Hann er einn alvinsælasti þátturinn á RÚV og hefur hlotið Edduverðlaunin sem frétta- og viðtalsþáttur ársins.