KASTLJÓS

Mánudaga til fimmtudaga

Beittur viðtals- og fréttaskýringaþáttur fyrir þá sem vilja ítarlegri umfjöllun um fréttir líðandi stundar. Verðlaunuð rannsóknarblaðamennska sem hefur áhrif og beinir kastljósinu að ólíkum samfélagsmálum. Fréttatengd viðtöl og fréttaskýringar verða áfram hryggjarstykki þáttarins en í vetur við bætist föst menningarumfjöllun samhliða því sem útsendingartími lengist. Þessi breyting er liður í að efla umfjöllun RÚV um menningu með því að færa hana á besta stað í dagskránni, ásamt því að efla Kastljós og auka fjölbreytni þáttarins.

MÁNUDAGA TIL FIMMTUDAGA

Ritstjóri Kastljóss: Þóra Arnórsdóttir.
Ritstjóri Menningar: Brynja Þorgeirsdóttir