HALLDÓR LAXNESS HEIÐRAÐUR

60 ÁRA NÓBERLSVERÐLAUNAAFMÆLI

Í desember eru 60 ár frá því að Halldór Laxness hlaut Nóbelsverðlaunin í bókmenntum. Af því tilefni sýnir RÚV allar kvikmyndir sem gerðar hafa verið eftir sögum hans. Þar á meðal eru sjaldséðar perlur eins og Brekkukotsannáll, Atómstöðin, Paradísarheimt og Salka Valka sem ekki hafa verið á skjánum í áratugi. Þá verða endursýndar myndirnar Kristnihald undir jökli og Ungfrúin góða og húsið. Í tengslum við myndirnar verða stuttir þættir með gömlum mynd- og hljóðbrotum þar sem Laxness ræðir um verk sín.

Aðrir miðlar RÚV munu einnig taka þátt í að heiðra 60 ára Nóbelsafmæli Laxness með dagskrárgerð og viðburðum sem tengjast nóbelskáldinu á ruv.is og í útvarpinu. Rás 1 hefur frá því í maí boðið upp á lestur skáldsins sjálfs á völdum verkum við afar góðar undirtektir hlustenda. Nú þegar hefur lestur hans á Gerplu og Brekkukotsannáli verið fluttur. Nú stendur yfir lestur á Kristnihaldi undir jökli og að endingu verður fluttur lestur Laxness á Í túninu heima. Í desember er svo gert ráð fyrir að Víðsjá muni bjóða uppá sérstaka dagskrárgerð í tilefni af Nóbelsafmælinu.

Laxness-veisla RÚV:

 

18/10 Salka Valka

 

25/10 Brekkukotsannáll (1:2)

 

1/11 Brekkukotsannáll (2:2)

 

8/11 Paradísarheimt (1:3)

 

15/11 Paradísarheimt (2:3)

 

22/11 Paradísarheimt (3:3)

 

29/11 Atómstöðin

 

6/12 Kristnihald undir jökli

 

13/12 Ungfrúin góða og húsið

OKTÓBER