Fjölmiðlamaðurinn og lífskúnstnerinn Frímann Gunnarsson snýr aftur og verður nú í fyrsta sinn í sjónvarpi allra landsmanna með þáttinn Frímínútur sem er 6-9 mínútna fréttaskýringaþáttur í anda 60 minutes. Frímann kryfur samfélagsmálin til mergjar og ræðir jafnrétti, málfrelsi, leigumarkaðinn, klámvæðingu, menntakerfið, frumskóg internetsins, landsbyggðastefnuna og kvótakerfið svo fátt eitt sé nefnt.