DREKASVÆÐIÐ

Átakanlega drepfyndin sketsaþáttaröð

Drekasvæðið, sem sló rækilega í gegn á síðasta ári, snýr aftur. Ari Eldjárn úr Mið-Íslandi og baggalútarnir Bragi Valdimar Skúlason og Guðmundur Pálsson mæta ótrauðir til leiks ásamt einvalaliði gamanleikara með nýja þætti stútfulla af góðlátlegu gríni, frumstæðum fíflagangi og vel ígrundaðri vitleysu.
Rammíslenskir þættir sem hafa það yfirlýsta markmið að láta þjóðina flissa í buxurnar.
Leikstjórn: Kristófer Dignus
Handrit: Ari Eldjárn, Bragi Valdimar Skúlason og Guðmundur Pálsson

Leikstjórn: Kristófer Dignus
Handrit: Ari Eldjárn, Bragi Valdimar Skúlason og Guðmundur Pálsson