BIÐIN

Fimm ástsælustu leikarar Íslands koma saman á stóra sviði Þjóðleikhússins ásamt Jóni Atla Jónassyni til að leiklesa Beðið eftir Godot eftir Samuel Beckett. Skyggnst er inn í huga þessara manna og stóru spurningunni um tilgang lífsins varpað fram. Leikararnir eru Gunnar Eyjólfsson, Erlingur Gíslason, Arnar Jónsson, Pétur Einarsson og Sigurður Skúlason.

Leikstjóri: Þór Ómar Jónsson