Sem fyrr verður endapunktur sjónvarpsárins og um leið hápunkturinn í áhorfi og umtali hið langlífa og sívinsæla Áramótaskaup. Sérlega valið Grínráð sér um efnisöflun og rýni í fréttir, viðburði og uppákomur ársins. Ráðið skipa margir af okkar fyndnustu og uppátækjasömustu gríninstum, af báðum kynjum, á öllum aldri og með rætur og taugar til allra landshluta, nær og fjær.

Höfundar: Kristófer Dignus, Steindi Jr., Katla Margrét Þorgeirsdóttir, Guðjón Davíð Karlsson og Atli Fannar Bjarkason.
Leikstjóri: Kristófer Dignus