Tímalína 2019

Alþjóðlega tónskáldaþingið, Rostrum of Composers, fór fram dagana 14.-18. maí í San Carlos de Bariloche í Argentínu. Ríkisútvarpið tilnefndi tvö tónverk í ár, Dust eftir Valgeir Sigurðsson og O eftir Ingibjörgu Ýri Skarphéðinsdóttur. Tónverkið eftir Valgeir Sigurðsson var valið sem eitt af tíu bestu tónverkum...

RÚV hlaut fimm tilnefningar til blaðamannaverðlauna fyrir árið 2018. Árlega eru veitt verðlaun í fjórum flokkum fyrir viðtal ársins, rannsóknarblaðamennsku ársins, umfjöllun ársins og blaðamannaverðlaun ársins. https://www.ruv.is/i-umraedunni/ruv-og-stundin-med-flestar-tilnefningar-til-bladamannaverdlaunanna...

Hugmyndadagar RÚV voru haldnir í fjórða sinn 11.-13. mars. Hugmyndasmiðum, höfundum, framleiðendum og öðrum gefst kostur á að kynna hugmyndir og tillögur að dagskrárefni fyrir dagskrárstjórum RÚV. Hugmyndadagar RÚV eru tvisvar á ári og voru fyrst haldnir í október 2017. https://www.ruv.is/i-umraedunni/hugmyndadagar-ruv-haldnir-i-fjorda-sinn...

Ný íslensk þáttaröð, Hvað höfum við gert?, hóf göngu sína sunnudaginn 10. mars á RÚV. Í þáttunum eru loftslagsmál útskýrð á mannamáli. Rýnt er í afleiðingar og áhrif loftslagsbreytinga á lífríki og samfélög bæði erlendis og á Íslandi. https://www.ruv.is/i-umraedunni/hvad-hofum-vid-gert-ny-islensk-thattarod-um-loftslagsmal...