Tímalína 2019

Hugmyndadagar RÚV fóru fram í fimmta sinn um miðjan október 2019. Hugmyndasmiðum, höfundum, framleiðendum og öðrum gafst kostur á að kynna hugmyndir og tillögur að dagskrárefni fyrir dagskrárstjórum RÚV. Hugmyndadagar RÚV eru tvisvar á ári og voru fyrst haldnir í október 2017. https://www.ruv.is/i-umraedunni/hugmyndadagar-haldnir-i-fimmta-sinn-0...

Útvarpsleikritið SOL eftir Tryggva Gunnarsson og Hilmi Jensson lenti í þriðja sæti í sínum flokki á Prix Europa ljósvakaverðlaununum. SOL var frumflutt á Rás 1 um páskana 2019 og er samstarfsverkefni Útvarpsleikhússins og leikhópsins Sómi þjóðar. Verkið hlaut Grímuverðlaunin 2019 í flokki útvarpsverka. https://www.ruv.is/i-umraedunni/sol-lenti-i-thridja-saeti-a-prix-europa...

RÚV hefur frá desember 2015 skráð kynjahlutfall viðmælenda í dagskrá og fréttum miðla Ríkisútvarpsins. Samkvæmt niðurstöðum fyrir fyrstu 6 mánuði ársins 2019 er gott jafnvægi milli kynjanna í dagskránni. Hlutfall kynjanna í dagskrá RÚV, utan frétta, var nánast alveg jafnt, þ.e. 51% karlar og 49% konur. https://www.ruv.is/i-umraedunni/jafnvaegi-kynjanna-i-dagskra-ruv...

Ný íslensk sjónvarpsþáttaröð, Pabbahelgar var frumsýnd á RÚV í byrjun október. Þættirnir fjalla um Karen, 38 ára hjónabandsráðgjafa og þriggja barna móður sem stendur frammi fyrir erfiðum ákvörðunum þegar hún kemst að því að eiginmaður hennar hefur verið henni ótrúr. https://www.ruv.is/i-umraedunni/pabbahelgar-ny-islensk-sjonvarpsthattarod...

Fjórir dagskrárgerðarmenn RÚV núll og UngRÚV stóðu vaktina samfleytt í þrjá sólarhringa dagana 10. - 13. september, til að vekja athygli á söfnunarátaki Á allra vörum VAKNAÐU! sem á að sporna við misnotkun ungs fólks á fíkniefnum og lyfseðilsskyldum lyfjum. https://www.ruv.is/i-umraedunni/i-beinni-utsendingu-i-thrja-solarhringa...