Tímalína 2019

Kammerkórinn Schola cantorum, undir stjórn Harðar Áskelssonar, flutti íslensk jólalög og hátíðlegar endurreisnarmótettur í Hallgrímskirkju á Jólatónleikum Rásar 1. Á tónleikunum var frumflutt jólalag Ríkisútvarpsins 2019, Mín bernskujól, eftir Hafliða Hallgrímsson. Tónleikarnir voru í beinni útsendingu á Rás 1 en einnig voru útvarpsstöðvar frá á...

RÚV er ein mikilvægasta veita upplýsinga fyrir samfélagið og sinnir frétta- og öryggishlutverki sínu allan sólarhringinn, alla daga ársins. Almenningur treystir RÚV og vikulega nota um 92% landsmanna sér þjónustu RÚV á einn eða annan hátt samkvæmt nýjum tölum frá Gallup. Yfirburðatraust landsmanna til fréttastofu RÚV...

RÚV fór yfir skýrslu Ríkisendurskoðunar um rekstur og aðgreiningu rekstrarþátta sem kom út þann 20. nóvember. Skýrslan staðfestir margt sem stjórn og stjórnendur RÚV hafa áður vakið athygli á og undirstrikar þann mikla árangur sem orðið hefur af aðgerðum undanfarinna ára til að styrkja rekstur RÚV...

Vegna fullyrðinga forstjóra Samherja hf. í fjölmiðlum um að RÚV hafi nálgast fyrirtækið á fölskum forsendum, hafnað fundarbeiðni og ekki sinnt hlutleysisskyldu sinni við vinnslu á fréttaskýringaþættinum Kveik í gærkvöld taldi RÚV ástæðu til að birta öll samskipti fréttamanna og fréttastjóra RÚV við Samherja. Samskiptin...