Tímalína 2016

Nýj­ar siðaregl­ur RÚV tóku gildi í mars og samhliða var siðanefnd sett á laggirnar. Reglurnar voru unn­ar af starfs­fólki RÚV með aðstoð sér­fræðinga, m.a. frá Siðfræðistofn­un Há­skóla Íslands, og eru settar í þeim tilgangi að stuðla að faglegum vinnubrögðum, draga úr hættu á hagsmunaárekstrum og...

Hátíðardagskrá RÚV um páskana var fjölbreytt og vönduð og hlaut góðar viðtökur. Um 80% þjóðarinnar horfðu á RÚV um páskana og 47% hlustuðu á útvarpsdagskrá á Rás 1 eða Rás 2 frá fimmtudegi til mánudags. Í sjónvarpinu voru sýndar perlur í íslenskri kvikmyndagerð, s.s. kvikmynd...

RÚV fékk alls 22 tilnefningar (sem framleiðandi eða meðframleiðandi) til Eddu-verðlaunanna 2016. Að auki fengu dagskrárgerðarmenn RÚV 4 af 5 tilnefningum í flokknum sjónvarpsmaður ársins –þau Gísli Marteinn Baldursson, Helgi Seljan, Katrín Ásmundsdóttir og Ævar Þór Benediktsson. RÚV var framleiðandi eða meðframleiðandi allra sjónvarpsþátta sem...

Menningarviðurkenningar RÚV voru veittar með nýju sniði á þrettándanum við hátíðlega athöfn í Efstaleiti. Veittar voru viðurkenningar úr Rithöfundasjóði, Tónskáldasjóði, Leiklistarsjóði Þorsteins Ö. Stephensen. Auk þess var tilkynnt um Orð ársins og Krókinn á Rás 2. Auður Jónsdóttir hlaut viðurkenningu Rithöfundasjóðs. Fimm hlutu styrki úr Leiklistarsjóði Þorsteins Ö....