Tímalína 2016

RÚV fjölmiðlaviðurkenningu Jafnréttisráðs 2016. Hana hljóta aðilar sem skarað hafa fram úr í umfjöllun um mál sem tengjast jafnrétti kynjanna. Ríkisútvarpið hlaut fjölmiðlaviðurkenningu fyrir metnaðarfullt jafnréttisátak til að jafna stöðu kynja í umfjöllun og meðal starfsfólks. Því til viðbótar hlaaut RÚV Gullmerki Jafnlaunavottunnar snemma árs...

Sjónvarpsþáttaröðin Ófærð vann evrópsku sjónvarpsverðlaunin fyrir bestu sjónvarpsþáttaröð í Evrópu árið 2016. Verðlaunin voru afhent á Prix Europa hátíðinni í Berlín 21. október. Forsvarsmenn RÚV voru viðstaddir hátíðina og veittu verðlaununum viðtöku. Þáttaröðin hefur hlotið almenna hylli víða um heim,  og gagnrýnendur hafa lofað hana.Ætla...

Þann 18. október sl. voru tímamót í sögu Sjónvarpsins þegar stóra gervihnattaloftnetið, 13m jarðstöðin við Útvarpshúsið, var tekin niður. Jarðstöðin hefur þjónað RÚV og EBU vel og dyggilega í 25 ár og í margra augum verið helsta kennileiti Útvarpshússins. Tveir minni diskar taka við hlutverki...

Útvarpsstjórar stöðvanna á Norðurlöndum funda reglulega og nú í október heimsóttu þeir RÚV og héldu reglubundinn fund hér á landi. RÚV metur hið norræna samstarf mikils enda hefur það skilað íslenskum áhorfendum úrvalsefni á síðastliðnum áratugum. Samstarfið hefur sjaldan verið öflugra og nú vinna stöðvarnar...

Föstudaginn 30. september voru 50 ár liðin frá því sjónvarpsútsendingar hófust á Íslandi. Af þessu tilefni bauð RÚV landsmönnum til afmælisveislu sem stóð yfir allt árið 2016. Fluttir voru vandaðir þættir sérstaklega tileinkaðir afmælinu. Einnig voru endurnýjuð kynni við marga  innlenda og erlenda þætti sem...