Author: Kolbrún Vaka Helgadóttir

Kosningaumfjöllun RÚV vegna Alþingiskosninga í nóvember 2024 var fjölbreytt og ítarleg. Umfjöllunin var á sérstökum kosningavef, í sjónvarpi, útvarpi og samfélagsmiðlum. Hún hófst 1. nóvember með leiðtogaumræðum í sjónvarpssal og þeir hittust aftur í sjónvarpssal daginn fyrir kosningarnar 29. nóvember.   Þá voru ítarleg sjónvarpsviðtöl við forystumenn...

Stjórn Ríkisútvarpsins ohf. hefur ákveðið að endurráða Stefán Eiríksson í stöðu útvarpsstjóra til fimm ára, í samræmi við heimild í 11. gr. laga um Ríkisútvarpið, fjölmiðil í almannaþágu. Stefán Eiríksson var ráðinn útvarpsstjóri í janúar 2020 af stjórn Ríkisútvarpsins ohf. og tók til starfa 1. mars...

Fjölmiðlar og fræðsla var yfirskrift Útvarpsþings RÚV 2024 sem haldið var í Útvarpshúsinu 3. október. Inngangsfyrirlestur flutti Kalle Sandhammar, forstjóri UR - Utbildningsradion í Svíþjóð, sem framleiðir sjónvarps- og útvarpsefni fyrir skóla og almenning.  Aðrir fyrirlesarar voru Þórdís Jóna Sigurðardóttir forstjóri Miðstöðvar menntunar og skólaþjónustu,...