Author: Sigrún Hermannsdóttir

Menningarmálaráðherrar á Norðurlöndunum gáfu út yfirlýsingu um formlegt samkomulag um að stuðla að því að norrænir fjölmiðlar í almannaþágu, haldi áfram að efla lýðræðislega umræðu og tryggja óháðan fréttaflutning á tímum stafrænna miðla. Samkomulagið var gert á fundi Norrænu ráðherranefndarinnar í Þórshöfn í Færeyjum 12.-13....

Á Barnamenningarhátíð gafst unglingum í 8.-10. bekk tækifæri til að spreyta sig á blaðamennsku í samstarfi RÚV og Barnamenningarhátíðar. Tíu unglingar fengu leiðsögn frétta- og dagskrárgerðamanna á námskeiði í Útvarpshúsinu og lærðu undirstöðuatriði í fréttaskrifum og frásögnum. Krakkarnir fræddust um mismunandi tegundir dagskrárgerðar, æfðu sig...

Nýr vefur Ríkisútvarpsins, RÚV.is, fór í loftið 3. mars og markar hann þáttaskil í sögu RÚV. Vefurinn hefur hlotið afbragðsviðtökur - heimsóknum fjölgaði allnokkuð og meðalnotandinn hefur jafnframt lengri viðdvöl en áður. Viðbrögðin eru mjög jákvæð. Tilgangurinn er að miðla fjölbreyttu efni allra miðla RÚV....

Helgi Seljan, fréttamaður í Kastljósi, fékk verðlaun Blaðamannafélagsins fyrir rannsóknarblaðamennsku ársins 2014. Verðlaunin hlaut hann fyrir umfjöllun um MS og uppruna vöru. Guðmundur Bergkvist fékk verðlaun fyrir myndskeið ársins 2014, upptöku úr umfjölluninni Rannsóknarstofunni Surtsey í Landanum á RÚV. http://www.ruv.is/frett/helgi-og-gudmundur-fa-bladamannaverdlaun...

Samningur Reykjavíkurborgar og Ríkisútvarpsins um leigu borgarinnar á hluta Útvarpshússins til næstu fimmtán ára var undirritaður. Reykjavíkurborg tekur um 2.600 m2 á leigu til eigin nota auk sameiginlegra rýma. Reykjavíkurborg nýtir húsnæðið fyrir þjónustumiðstöð Laugardals, Háaleitis og Bústaða. Starfsfólk þjónustumiðstöðvar flutti inn í september 2015....

RÚV fékk 25 tilnefningar til Eddu-verðlaunanna og var óvenju sigursælt, hlaut öll verðlaun sem veitt voru í sjónvarpsflokkum. Verðlaunin fyrir barna og unglingaefni hlaut Ævar vísindamaður;  frétta- eða viðtalsþáttur ársins var Landinn; leikið sjónvarpsefni, Hraunið; lífsstílsþáttur ársins var Hæpið; Vesturfarar voru menningarþátturinn og Orðbragð skemmtiþátturinn....

Helgina 14.-15. febrúar var haldið helgarnámskeið í íþróttafréttamennsku í Útvarpshúsinu. Námskeiðið endurómaði þá stefnu RÚV að jafna hlut kynjanna í hópi dagskrárgerðar- og fréttamanna, sem og viðmælenda og umfjöllunarefna. Erfiðlega hefur gengið að fá konur til liðs við sterkan hóp íþróttafréttamanna og með námskeiðinu vildi...