ARVE Error: Mode: lightbox not available (ARVE Pro not active?), switching to normal mode

HRÚTAR

Meistaraverk með ástsælustu leikurum þjóðarinnar

Kvikmyndin Hrútar fjallar um tvo sauðfjárbændur á sjötugsaldri, bræðurna Gumma og Kidda, sem búa hlið við hlið í afskekktum dal á Norðurlandi. Fjárstofn þeirra bræðra þykir einn sá besti á landinu og eru þeir margverðlaunaðir fyrir hrútana sína. Þrátt fyrir að deila sama landi og lífsviðurværi þá hafa bræðurnir ekki talast við í fjóra áratugi. Sigurður Sigurjónsson og Theódór Júlíusson eru í aðalhlutverkum. Myndin hefur hlotið fjölmörg alþjóðleg verðlaun, tilnefningu til kvikmyndaverðlauna Evrópusambandsins og var valin besta myndin í Un Certain Regard flokknum í kvikmyndahátíðinni í Cannes í Frakklandi á þessu ári.

Sjáðu stiklu úr Hrútum

PÁSKAR
Handrit og leikstjórn: Grímur Hákonarson

Ef til vill hefurðu einnig áhuga á: