nota ljósvakamiðla RÚV daglega
nota ljósvakamiðla RÚV í hverri viku
meðalnotkun á miðlum RÚV á dag í mínútum
virkir daglegir notendur RÚV.is
Rafrænar ljósvakamælingar Gallup, 2016; Google analytics
Rafrænar ljósvaka og netmiðlamælingar Gallup, 2016
Þær hlutdeildarupplýsingar sem koma fram í meðfylgjandi gögnum sýna hlutdeild meðal þeirra stöðva sem mældar eru í rafrænum ljósvakamælingum Gallup en ekki annarra ljósvakamiðla.
„Fjölmiðlun stendur á skapandi tímamótum þar sem menning, upplýsing og tækni renna saman í eitt. Þó íslendingar hafi nú meira aðgengi að fjölmiðlum og erlendu afþreyingarefni en nokkru sinni fyrr hefur mikilvægi öflugrar almannaþjónstu sjaldan verið meira. Ríkisútvarpið er í eigu íslensks almennings og ber fyrst og fremst ábyrgð gagnvart eigendum sínum, fólkinu í landinu. Við segjum íslenskar sögur úr okkar nærumhverfi, dýpkum umræðuna og setjum umheiminn í samhengi. Í því felst styrkur RÚV, sérstaða og sóknarfæri“
- þeir sem sögðu „frekar/mjög mikið“ -
Viðhorfskönnun Gallup, maí 2016; MMR könnun um traust almennings til helstu sjónvarps-, prent og netfréttamiðla, 2016
Stóraukin þjónusta
við börn
Starfsemi á
landsbyggðinni aukin
Aukin áhersla
á nýmiðlun
Ófærð fær metáhorf og valin besta
þáttaröð í Evrópu á Prix Europa
Gestastofa RÚV opnuð á 50 ára
afmæli sjónvarps á Íslandi
RÚV hlýtur viðurkenningu Jafnréttisráðs
fyrir metnaðarfullt átak í jafnréttismálum
Samtalið opnað
Stefnumiðuð áætlanagerð
og öflugra upplýsingaflæði
Jafnrétti
sett á oddinn
Góður vinnustaður
verður betri
Víðtæk stefnumótunarvinna hófst sumarið 2016 með umfangsmikilli greiningarvinnu og samtali við alla helstu hagsmunaðila í umhverfi RÚV. Vinnan hefur tekið mið af lykilbreytingum í ytra umhverfi, straumum og stefnum í gildismati, viðhorfi og hegðun neytenda, þróun fjölmiðlamarkaðar og stöðu almannaþjónustumiðla í alþjóðlegu samhengi.
Opnuð var gátt á vef RÚV í september 2016 undir yfirskriftinni „Vertu með í að móta framtíðina“, þar sem 1.450 landsmenn tóku þátt. Lögð var netkönnun fyrir alla starfsmenn RÚV og haldnar vinnustofur þar sem greindir voru styrkleikar og veikleikar í starfsumhverfinu og helstu áhersluatriði til framtíðar. Viðtöl voru tekin við stjórnarmenn RÚV ohf, stjórnendur og lykilstarfsmenn hjá félaginu og efnt var til samtals við breiðan hóp annarra hagaðila sem starfa í umhverfi RÚV. Var afstaða þeirra til RÚV og tiltekinna þátta í starfseminni greind með rafrænni könnun, viðtölum og hópfundum með fulltrúum frjálsra félagasamtaka, stjórnendum mennta- og menningarstofnana, einkarekinna fjölmiðla og annarra hagsmunahópa þar sem snertifletir þessara aðila við stefnu RÚV voru dregnir upp.
Ný stefna félagsins verður kynnt á alþjóðlegu málþingi um almannafjölmiðlun þann 18. maí 2017 í Útvarpshúsinu og innleiðing hennar hefst strax í kjölfarið.