
13 Jul Íslendingar erlendis geta nú horft á efni RÚV
Innskráning í spilara RÚV á vefnum (ruv.is/sjonvarp) var virkjuð fyrir Íslendinga erlendis og er í boði fyrir RÚV og RÚV 2 en ekki fyrir útvarp. Innskráningin virkar þannig að íslenskir notendur sem staddir eru erlendis og hafa ekki getað horft á réttindavarið efni, beinar útsendingar eða upptökur, fá núna upp glugga sem segir þeim að þau geti skráð sig inn til að fá aðgang að efni sem er réttindavarið utan Íslands. Með sams konar hætti er hægt að horfa á upptökur sem eru réttindavarðar, erlenda þætti, kvikmyndir og upptökur af íþróttaefni. Glugginn kemur aðeins fyrir notendur sem staddir eru erlendis og aðeins þegar um réttindavarið efni er að ræða. Innskráningin er framkvæmd með þjónustunni „Kenni“ þar sem notendur auðkenna sig með rafrænum skilríkjum.
Sorry, the comment form is closed at this time.