
27 Dec Léttar og fjölbreyttar jólakveðjur
Mikill meirihluti þeirra 3000 jólakveðja sem bárust til birtingar í Ríkisútvarpinu þessi jólin var pantaður á netinu. Mikil endurnýjun hefur orðið í hópi þeirra sem senda kveðjur og nýir viðskiptavinir ekki verið fleiri en um nýliðin jól.
Landsmenn eru orðnir vanir nýju fyrirkomulagi og mátti greina það á formi kveðjanna sem voru um margt fjölbreyttari og látlausari en fyrri ár, þótt hátíðleikinn héldist og orðið “hugheilar” mest lesna orðið sem fyrr. Sú nýbreytni var að kveðjur voru flokkaðar eftir landshlutum en ekki sýslum eins og tíðkast hefur áratugum saman. Kveðjurnar voru lesnar að kvöldi 22. desember og allan liðlangan daginn á Þorláksmessu. Sigvaldi Júlíusson þulur hélt utan um lesturinn en auk hans lásu reyndir þulir kveðjurnar; Anna Sigríður Einarsdóttir, Atli Freyr Steinþórsson, Stefanía Valgeirsdóttir, Anna María Benediksdóttir og Guðríður Leifsdóttir.
Sorry, the comment form is closed at this time.